Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. maí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Koma í veg fyrir að hægt verði að stofna Ofurdeild
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin ætlar að bregðast við og setja reglur sem koma í veg fyrir möguleika á því að félög geti stofnað Ofurdeild í framtíðinni.

Deildin vinnur með enska knattspyrnusambandinu að nýjum reglum til að „standa vörð um leikinn" eins og það er orðað.

Samkvæmt nýju reglunum þurfa eigendur fótboltafélaga að skuldbinda sig til að vinna ekki að því að stofna nýrrar deildar.

Enska knattspyrnusambandið er nú að skoða með hvaða hætti ensku félögin sex sem ætluðu að fara í Ofurdeildina komu að vinnunni við stofnun deildarinnar.

Ofurdeildin lifði aðeins í um tvo sólarhringa en áhrifin af henni munu lifa talsvert lengur. Stuðningsmenn hafa látið óánægju sína í ljós og síðast í gær þurfti að fresta leik Manchester United og Liverpool vegna mótmæla.


Athugasemdir
banner
banner
banner