Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 03. maí 2021 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Verð vonsvikinn ef við komumst ekki í Meistaradeildina
David Moyes vill komast í Meistaradeildina
David Moyes vill komast í Meistaradeildina
Mynd: EPA
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, heldur í vonina um að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið er í ágætri stöðu eftir 2-1 sigurinn á Burnley í kvöld.

Moyes hefur gert frábæra hluti með West Ham á leiktíðinni og koma Jesse Lingard á láni frá Manchester United, hefur gefið liðinu vítamínsprautuna í átt að Meistaradeildarsæti..

Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum, sem hafði vitaskuld mikil áhrif, en það var nauðsynlegt að ná inn sigri í kvöld til að setja pressu á Chelsea.

„Þetta var leikur sem við áttum skilið að vinna. Þetta var erfitt í lokin en við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum færi og náðum ekki að klára þau en í heildina gerðum við vel," sagði Moyes.

„Michail Antonio kom með góða innkomu og er í góðu ástandi en hann komst nokkrum sinnum í stöðu þar sem hann hefði átt að senda boltann. Antonio hefur mikil áhrif á liðið og við erum ánægðir með að fá hann aftur."

Fjórir leikir eru eftir af deildinni og West Ham er þremur stigum á eftir Chelsea sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Möguleikinn er til staðar.

„Ég er vonast eftir því að fólk haldi áfram að tala um okkur og Meistaradeildina í sömu setningu. Við viljum vera í þessari baráttu fram að síðasta leik og reyna að komast inn bakdyramegin. Við þurfum líklega að vinna alla leikina sem eftir eru en það væri rosalegt afrek að komast í Evrópukeppni. Ég held að ég verði vonsvikinn ef við förum ekki í Meistaradeildina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner