Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. maí 2021 15:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sammi: Daði er á þeim aldri að hann þarf að spila
Lengjudeildin
Í leik með FH árið 2019
Í leik með FH árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Daði í leik með Vestra árið 2018
Daði í leik með Vestra árið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur oftar en einu sinni í vetur reynt að fá markvörðinn Daða Frey Arnarsson að láni frá FH. Daði er uppalinn fyrir vestan og er þessa stundina varmarkvörður fyrir Gunnar Nielsen hjá FH.

Fótbolti.net heyrði í Samúel Samúelssyni, meðstjórnanda í knattspyrnudeild Vestra, og spurði hann út í þann orðróm að Daði væri á leið vestur á láni.

Sjá einnig:
Ef eitthvað spennandi kemur upp sem hann væri sáttur við
Daði Freyr líklega á leið í Vestra

„Við höfum spurst fyrir um Daða Frey en ég held að Daði ætli sér að berjast við Gunnar Nielsen um markvarðarstöðuna hjá FH. Ég fékk þau skilaboð að við og annað félag á Íslandi höfðum áhuga á að fá hann og í ljósi þess að okkar markvörður er frá í 5-6 vikur þá ætluðum við að skoða að fá Daða. Boltinn er hjá Daða, hann hefur ekki gefið okkur af eða á," sagði Sammi við Fótbolta.net í dag.

Þór er samkvæmt heimildum Fótbolta.net hitt félagið sem um ræðir. Þá er óljóst hvaða markvörð KA tekur inn eftir að Kristijan Jajalo úlnliðsbrotnaði í síðustu viku.

„Við erum að skoða okkar mál, erum með frábæran markvörð í Brenton, Diego fer í skoðun á föstudaginn og þá sjáum við aðeins nákvæmar hversu lengi hann er frá. Eins og staðan er núna geri ég ekki ráð fyrir að Daði sé að koma vestur. Ég held að ef Daði fer frá FH fari hann í Vestra.“

„Daði er á þeim aldri að hann þarf að spila. Hann er það góður og hvort það sé í Vestra eða einhverju öðru liði þá á hann ekki að sitja á bekknum. Ég vona að það verði niðurstaðan að hann verði ekki á bekknum."

„Ég hvet hann til þess að vera á stað þar sem hann fær að spila, þetta er góður drengur. Okkur þykir mjög vænt um hann og viljum ekki sjá hann dúsa á bekknum hjá Fimleikafélaginu. Ég veit að hann vill spila fyrir FH og það kæmi mér ekki á óvart ef hann bíður og sér hvort Gunni meiðist eða eitthvað slíkt en hann þarf að spila!"

„Hann getur líka spilað með Vestra í Pepsi 2022 ef hann er að leitast eftir mínútum í efstu deild," sagði Sammi léttur að lokum.

Markvörðurinn Diego Garcia Bravo samdi við Vestraí vetur og verður hann frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Brenton Muhammad varði mark liðsins gegn KFR í bikarnum um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner