Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Andri Ólafs: Þetta verður hnífjöfn deild frá 1-10
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er spáð falli í Pepsi Max-deild kvenna í sumar í spá Fótbolta.net en liðinu er spáð 9. sæti.

Andri Ólafsson er nýr þjálfari ÍBV. Kemur spáin honum á óvart?
„Já og nei. Við erum með gjörsamlega nýjan leikmannahóp þannig að fólk veit sennilega lítið um okkur," sagði Andri.

ÍBV endaði í 8. sæti í fyrra en hvert er markmið liðsins í sumar? „Að bæta árangurinn frá því fyrra og byggja upp til framtíðar. Við eigum margar efnilegar stelpur."

Talsverðar breytingar hafa orðið á hópnum hjá ÍBV í sumar og Andri er ánægður með liðsstyrkinn sem hefur komið.

„Já ég er mjög ánægður með hópinn sem við erum komin með, þær eru að ná mjög vel saman og mikil tilhlökkun í hópnum. Við hlökkum til að sýna hvað í okkur býr," sagði Andri sem býst ekki við að fá fleiri leikmenn fyrir tímabilið.

Andri reiknar með hörkukeppni í allt suma. „Þetta verður hnífjöfn deild frá 1-10," sagði Andri að lokum.

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner