Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Martinez nýtti sér skelfileg mistök Djimsiti
Mynd: EPA
Atalanta 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('65 )

Inter er á toppi ítölsku deildarinnar eftir sigur gegn Atalanta í kvöld.

Marcus Thuram kom boltanum í netið eftir hálftíma leik eftir undirbúning Lautaro Martinez en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður og markið dæmt af.

Eftir rúmlega klukkutíma leik átti Berat Djimsiti, varnarmaður Atalanta, slæma sendingu beint á Francesco Pio Esposito sem sendi á Martinez sem skoraði og kom Inter yfir.

Atalanta náði ekkert að ógna marki Inter í seinni hálfleik og Inter fór með sigur af hólmi.

Inter er á toppnum með 36 stig, stigi á undan grönnum sínum í AC Milan. Atalanta er í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner