Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   lau 03. júní 2023 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Geta núna talað um þrennuna - „Ég er stuðningsmaður Barcelona en mun elska Man City að eilífu“
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að nú geti liðið farið að tala um að vinna þrennuna en þetta sagði hann eftir að hafa unnið enska bikarinn á Wembley.

Ilkay Gündogan skoraði bæði mörk Man City í 2-1 sigri á nágrönnum þeirra í Manchester United.

Man City er nú einum leik frá því að vinna þrennuna en liðið á eftir að spila við Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Við getum núna rætt þrennuna. Við eigum auðvitað enn eftir að vinna Meistaradeildina, en við spiluðum svo vel fyrir borgina og stuðningsmennina,“ sagði Guardiola.

„Þeir eru svo góðir í að fylgja maður á mann og við bjuggumst ekki við að þeir myndu vera svona þéttir varnarlega. Við fundum fleiri svæði í seinni hálfleiknum.“

„Þeir fá frí á morgun og mánudag. Síðan tökum við þrjár eða fjórar æfingar áður en við mætum Inter. Við ferðumst á fimmtudagsmorgun eftir æfingu.“

„Þetta var svo mikilvægt fyrir okkur í dag. Enski bikarinn er svo fallegur.“

„Ég er stuðningsmaður Barcelona en ég mun elska þetta félag restina af lífinu. Ég veit að við gáfum stuðningsmönnunum góða gjöf sem þeir geta notið gegn nágrönnum okkar.“


Guardiola hrósaði Gündogan fyrir frammistöðuna í dag.

„Þvílíkt tímabil sem hann hefur átt. Hæfileikarnir eru þarna en líka hugarfarið. Hann spilar stóru leikina eins og þetta séu vináttuleikir og á mjög auðvelt með að eiga við pressuna.“

John Stones fékk einnig sérstakt hrós en hann tók mikinn þátt, bæði í vörn og sókn.

„Ótrúlegur leikmaður. Hann hefur spilað svo vel undanfarið og hefur gefið okkur tækifæri til að spila á ákveðin hátt. Allir strákarnir voru ótrúlegir. Stones er með gæðin til að spila boltanum og getur mætt í sóknarstöðurnar til að stjórna spilinu,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner