Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM í dag - Englendingar þurfa að sanna sig
Mynd: Getty Images
Það eru tveir æsispennandi leikir á dagskrá í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag.

Svíþjóð er síðasta norðurlandaþjóðin til að vera ennþá með í mótinu eftir að Ísland féll út í riðlakeppninni og Danmörk í 16-liða úrslitum.

Svíar mæta Svisslendingum í leik sem gæti hæglega endað á báða vegu. Bæði lið áttu góða riðlakeppni, þar sem Svíar unnu Mexíkó 3-0 á meðan Svisslendingar gerðu jafntefli við Brasilíu.

Kólumbía mætir svo Englandi í síðari leik dagsins. Miklir gæðaleikmenn munu mætast þar og erfitt að segja til um hvort liðið er sigurstranglegra.

Mikil pressa er á Englendingum sem þurfa að sanna sig eftir að hafa tapað fyrir Íslandi í útsláttarkeppni evrópumótsins.

Sigurlið dagsins mætast í 8-liða úrslitum.

Leikir dagsins:
14:00 Svíþjóð - Sviss (RÚV)
18:00 Kólumbía - England (RÚV)
Athugasemdir
banner
banner
banner