Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: Tindastóll sótti þrjú stig í Víkina
Gestirnir skoruðu þrjú mörk í kvöld.
Gestirnir skoruðu þrjú mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur R. 1 - 3 Tindastóll
0-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('27 )
1-1 Rut Kristjánsdóttir ('37 )
1-2 Murielle Tiernan ('58 )
1-3 Laufey Harpa Halldórsdóttir ('89 )
Lestu um leikinn.

Tindstóll sótti þrjú stig í Víkina í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna.

Gestirnir komust yfir með marki Aldísar Maríu skömmu eftir miðbik fyrri hálfleiks en Rut Kristjánsdóttir sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik.

Markamaskínan Murielle Tiernan kom Tindastóli yfir á 58. mínútu og það var svo Laufey Harpa sem innsiglaði sigurinn undir lokin.

„LAUFEY! Hún klárar leikinn með fallegu vinstrifótarskoti eftir fyrirgjöf Murielle. Skaut fyrst í varnarmann en fékk boltann aftur og skilaði honum þá í netið. Tindastóll er frábært skyndisóknarlið og refsaði Víkingunum þarna á meðan þær leituðu að jöfnunarmarkinu," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu frá leiknum.

Mist valdi þær Aldísi Maríu og Laufey Hörpu sem bestu leikmenn leiksins. Aldís skoraði og lagði upp og sama gerði Murielle. Tindastóll er með sjö stig líkt og Keflavík á toppi Lengjudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner