Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Gary skaut ÍBV á toppinn
Lengjudeildin
Öflugur Gary.
Öflugur Gary.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Gary John Martin ('49)
2-0 Gary John Martin ('83)
Lestu um leikinn.

ÍBV mætti Víkingi frá Ólafsvík í öðrum leik þriðju umferðar Lengjudeildarinnar í kvöld. Víkingar voru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan ÍBV var með fullt hús stiga.

Staðan var markalaus í leikhléi. Í fyrri hálfleik léku gestirnir frá Ólafsvík gegn talsverðum vindi. Á fjórðu mínútu seinni hálfleiks kom fyrsta mark leiksins.

„Eyjamenn skora fyrsta mark þessa leiks, eftir snögga skiptingu er Guðjón kominn einn inn á teig Víkings, hann rennir boltanum yfir á Gary Martin sem leggur boltann framhjá Brynjari," skrifaði Víðir Gunnarsson í beinni textalýsingu frá leiknum. 1-0 fyrir ÍBV og Gary Martin kominn á blað.

Gary var aftur á ferðinni á 83. mínútu og skoraði hann þá annað mark leiksins eftir undirbúning Telmo Casthanheira, 2-0.


Fleiri urðu mörkin ekki heimamenn áfram með fullt hús stiga. Nú eru í gangi þrír leikir í Lengjudeildinni og má fylgjast með beinni textalýsingu á forsíðu Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner