Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fim 03. júlí 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík fær Mána Berg (Staðfest) - Má spila í kvöld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Berg Ellertsson hefur fengið félagaskipti frá Kára til Grindavíkur og má taka þátt í nágrannaslag Grindavíkur gegn Njarðvík í kvöld. Máni Berg hefur skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2027.

Máni Berg er miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍA. Hann er fæddur árið 2007 og skipti yfir í Kára fyrir síðasta tímabil. Þess má geta að hann er einnig ansi öflugur badmintonspilari.

Þar sem hann er samningslaus og á 2. flokks aldri þá má hann fá félagaskipti jafnvel þó að glugginn sé lokaður.

Það fjölgar því Skagamönnum í leikmannahópi Grindavíkur. Fyrir voru þeir Árni Salvar Heimisson, Ármann Ingi Finnbogason, Ingi Þór Sigurðsson og Breki Þór Hermannsson - sem allir eru á láni frá ÍA.

Grindavík er með ellefu stig eftir níu leiki, ellefu stigum minna en Njarðvík sem er í 2. sæti. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og fer fram á Stakkavíkurvelli í Grindavík.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
8.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
9.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
10.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir