Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Býst við að hálf Danmörk fylgist með: Fulham eru hræddir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brentford og Fulham mætast í úrslitaleik umspilsins um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Emiliano Marcondes, miðjumaður Brentford, er afar sigurviss fyrir viðureignina eftir að Brentford vann báðar innbyrðisviðureignir liðanna á deildartímabilinu. Liðin enduðu jöfn á stigum í þriðja sæti en Brentford var með talsvert betri markatölu.

„Ég held að leikmenn Fulham séu hræddir við okkur því við höfum unnið þá tvisvar á tímabilinu án þess að þeim tækist að skora mark. Ég held að þetta verði frábært kvöld," sagði Marcondes.

„Þeir eru stærra félag en ég tel okkur vera sigurstranglegri, við erum með betra lið."

Marcondes er einn af sjö dönskum leikmönnum í öflugu liði Brentford og eru gríðarlega margir Danir sem munu fylgjast spenntir með úrslitaleiknum.

„Ég býst við að hálf Danmörk muni horfa á þennan leik. Ég hef heyrt að þetta sé fyrsta danska félagið sem kemst í ensku úrvalsdeildina."

Auk Marcondes eru Christian Nörgaard, Mathias Jensen, Luka Racic, Mads Roerslev, Henrik Dalsgaard og Mads Sörensen á mála hjá félaginu.

Daninn Thomas Frank hefur verið við stjórnvölinn hjá Brentford síðan í október 2018. Hann var upprunalega aðstoðarþjálfari og tók við sem bráðabirgðastjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner