Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Mynd: Hulda Margrét
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Hulda Margrét
Sam Tillen
Sam Tillen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Hrafn er sextán ára gamall Hafnfirðingur sem hefur verið í leikmannahópi FH í öllum leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar og komið við sögu í tveimur leikjum sem varamaður. Hans fyrsti leikur fyrir FH var í þriðju síðustu umferð deildarinnar á síðustu leiktíð.

Logi var í byrjunarliðinu gegn Þrótti R. í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og á að baki sjö U17 landsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
15 ára í vörn FH - „Þetta var góð reynsla"

Fullt nafn: Logi Hrafn Róbertsson

Gælunafn: Krummi er eitthvað sem að Laugi (Guðlaugur Baldursson) er að reyna að festa við mig

Aldur: 16 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Október 2019

Uppáhalds drykkur: vatn

Uppáhalds matsölustaður: Saffran klikkar ekki

Hvernig bíl áttu: Er ekki með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sunderland 'Til I Die

Uppáhalds tónlistarmaður: Þetta er á milli Pop smoke og Drake

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson er helvíti fyndinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þristur, Jarðaber og Oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ertu ekki á leiðinni heim?” Frá mömmu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Bali Mumba leikmaður Norwich, lék sér að okkur á ReyCup

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir mjög góðir en ætli Sam Tillen fái þetta ekki

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Thomas Mikkelsen

Sætasti sigurinn: Vinna Gróttu í undanúrslitum og komast í úrslitaleikinn með 3. flokki 2018

Mestu vonbrigðin: Tapa úrslitaleiknum á móti Aftureldingu með 3. flokk og komast ekki í milliriðil með U17 í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið:

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Gauti Úlfarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jóhann Ægir er rosalegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Kaplakriki

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlusta á gott podcast - stilli vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist örlítið með Handbolta þegar landsliðið er að keppa

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom Venom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslensku og Textíl

Vandræðalegasta augnablik: Við vorum að spila homma í upphitun fyrir leik og svo segir Jónatan” jæja Logi þú ert aldurskóngur þú ræður reglunum, ég tek boltann og bý til einhverjar reglur en svo kemur í ljós að hann er að tala um Hjört Loga sem er líka kallaður Logi. Þetta var vel óþæginlegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Arnór Gauta Úlfarsson, Jóhann Ægir og Úlf Ágúst.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er yngsti leikmaður í sögu FH til þess að spila meistaraflokksleik

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmann Þórisson, hélt að hann væri alveg bilaður en svo er hann bara toppmaður

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég væri ekki ný vaknaður

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup eða upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi líklega spyrja Michael Jordan að einhverju
Athugasemdir
banner
banner
banner