Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Chiellini skrifaði undir hjá Juve til 2023 (Staðfest)
Giorgio Chiellini er magnaður karakter.
Giorgio Chiellini er magnaður karakter.
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini hefur skrifað undir nýjan samning við Juventus og framlengir veru sinni hjá ítalska stórliðinu upp í 18 ár.

Chiellini er 36 ára og var samningslaus þegar hann bar fyrirliðabandið og leiddi Ítalíu til Evrópumeistaratitils í júlí.

„Hann hefur tekið þátt í stórum hluta af sögu Juventus en er einnig andlit nútímans og framtíðarinnar," segir í yfirlýsingu Juventus.

Miðvörðurinn Chiellini hefur unnið fjórtán stóra bikara á sextán árum með Juve, þar af níu Ítalíumeistaratitla í röð 2012-2020.

Hann var einnig hluti af liðinu sem komst aftur í efstu deild 2007 eftir að liðið var fellt niður í B-deildina vegna Calciopoli hneykslisins.


Athugasemdir
banner
banner
banner