Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 03. ágúst 2021 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kærasta Grealish fékk 200 dauðahótanir á dag
Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, segist hafa fengið 200 dauðahótanir á dag, á meðan kærasti hennar spilaði með enska landsliðinu á EM.

Attwood fékk ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðlana Instagram og TikTok.

„Þau sögðu við mig: 'Ég vona að þú fáir krabbamein' og 'ég vona að fjölskylda þín drepist öll'," sagði Attwood að því er kemur fram á The Sun.

Grealish er orðinn eitt stærsta nafnið í fótboltaheiminum eftir að hafa slegið í gegn með Aston Villa á síðustu leiktíð, og með enska liðinu á Evrópumótinu.

„Mér finnst það ótrúlegt hversu grimmt fólk getur verið án þess að það sé nokkur ástæða fyrir því," segir Attwood, sem er 25 ára gömul.
Athugasemdir
banner