Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 17:20
Elvar Geir Magnússon
Pablo og Oliver í banni í næstu umferð
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundar á þriðjudögum en tveir leikmenn í Pepsi Max-deild karla voru dæmdir í bann í dag vegna uppsafnaðra áminninga og missa þeir af næstu umferð.

Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, missir af leik á heimavelli gegn KA á sunnudaginn og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, verður ekki með gegn Stjörnunni næsta mánudag.

Í Lengjudeildinni tekur Orri Þórhallsson, leikmaður Fjölnis, út bann í leik gegn toppliði Fram á fimmtudaginn.

Jóhann Helgi Hannesson verður í banni hjá Þór gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á föstudag en Mosfellingar verða án Oskar Wasilewski sem fékk rautt spjald í tapi gegn ÍBV,

Marinó Axel Helgason í Grindavík verður í banni gegn Vestra á föstudaginn en Vestramenn verða án Chechu Meneses
Jóhann Helgi Hannesson.

Hér má sjá úrskurð aganefndarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner