Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. ágúst 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea í beinum viðræðum við Barcelona um De Jong
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Mirror er Chelsea í beinum viðræðum við Barcelona um möguleg kaup á Frenkie de Jong.

Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United í maega mánuði en illa hefur gengið hjá félaginu að sannfæra De Jong um að mæta á Old Trafford.

Mikið hefur verið fjallað um fjárhagsmál Barcelona sem vill selja til að geta skráð inn nýja leikmenn.

Xavi, stjóri Barcelona, er í þeirri stöðu að vera með mikla breidd á miðsvæðinu og geta því selt miðjumann. Félagið er með Gavi, Pedri, Sergi Roberto, Nico Gonzalez, Sergio Busquets og Franck Kessie.

De Jong er einn launahæsti leikmaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner