Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. október 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaðurinn kastar nafni Asensio í umræðuna
Marco Asensio hér með Luka Modric.
Marco Asensio hér með Luka Modric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham eru núna að berjast um Marco Asensio, leikmann Real Madrid á Spáni.

Frá þessu greinir Calciomercato.

Arsenal skoðaði það að kaupa Asensio í sumar en það gekk ekki alveg eftir. Arsenal hefur enn áhuga á leikmanninum en núna hefur Tottenham blandað sér í baráttuna.

Jorge Mendes, umboðsmaður Asensio, er að reyna að koma skjólstæðingi sínum frá Madríd þar sem hann hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki.

Asensio verður samningslaus næsta sumar en hann getur verið fáanlegur í janúar á útsöluverði.

Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Barcelona, en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Líklegt er að hann sé á síðasta tímabili hjá Real Madrid og eru líkur á því að hann verði á ferðinni í janúar.

Asensio er 26 ára og á að baki 29 A-landsleiki fyrir Spán. Hann er miðjumaður sem getur einnig leikið út á kanti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner