Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 03. október 2023 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Bruno Guimaraes vera búinn að skrifa undir
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Newcastle sem bindur hann við félagið til 2028.

Í nýja samningnum er þó söluákvæði sem segir að Bruno sé falur fyrir um það bil 100 milljónir punda.

Bruno var eftirsóttur í sumar og meðal annars orðaður við Liverpool, Chelsea og Real Madrid, en varð að lokum eftir í Newcastle þar sem honum líður vel.

Ekki er tekið fram hvenær Newcastle ætlar sér að tilkynna samkomulagið, en það gæti gerst á næstu dögum.

Bruno er 25 ára gamall miðjumaður sem fór beint inn í byrjunarliðið hjá Newcastle eftir að félagið keypti hann frá Lyon í janúar í fyrra, þar sem hann hefur reynst algjör lykilmaður. Núverandi samningur hans gildir út júní 2026.
Athugasemdir
banner
banner