Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro og skoraði fánamark liðsins í 4-1 tapi á útivelli gegn Helsingborg í B-deild sænska boltans.
Örebro er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Valgeir er mikilvægur hlekkur í liði Örebro og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í 20 deildarleikjum það sem af er tímabils. Þetta er annar leikurinn í röð sem Valgeir skorar í eftir 5-1 sigur gegn Utsikten síðasta fimmtudag.
Þorri Már Þórisson kom þá við sögu í 1-0 tapi Öster gegn GAIS.
Þorra var skipt inn á 75. mínútu en tókst ekki að laga stöðuna.
Þetta er svekkjandi tap fyrir Öster sem er búið að missa toppbaráttuliðin framúr sér. Öster situr í fjórða sæti og þarf að sigra síðustu leiki tímabilsins til að eiga möguleika á að berjast um sæti í efstu deild.
Þorri hefur einungis verið að koma inn af varamannabekknum síðan hann skipti úr KA og yfir til Öster.
Helsingborg 4 - 1 Örebro
1-0 L. Lima ('3)
2-0 E. Ring ('45)
3-0 W. Loeper ('49)
4-0 E. Ring ('50)
4-1 Valgeir Valgeirsson ('62)
GAIS 1 - 0 Öster
1-0 J. Lindberg ('66)
Athugasemdir