Ajax er búið að staðfesta ráðningu á Louis van Gaal í ráðgjafastöðu innan félagsins.
Van Gaal mun vera tæknilegur ráðgjafi fyrir stjórn Ajax þar sem hann getur gefið félaginu hugmyndir og ráðleggingar varðandi ýmsa hluti.
Van Gaal tekur við starfinu af Jan van Halst, en Van Gaal á sér ríka sögu hjá Ajax þar sem hann hefur starfað hjá félaginu í ýmsum mismunandi stöðum í gegnum árin.
Hann byrjaði sem leikmaður félagsins en eftir að atvinnumannaferlinum lauk var hann ráðinn aftur til Ajax sem þjálfari unglingaliðsins.
Van Gaal fór hratt upp metorðastigann hjá Ajax og var fljótt orðinn aðstoðarþjálfari félagsins og svo loks aðalþjálfari, starfi sem hann gegndi í sex ár áður en hann var ráðinn til spænska stórveldisins Barcelona.
Hann starfaði fyrir Barcelona og hollenska landsliðið áður en hann sneri aftur til Ajax 2004 sem tæknilegur stjórnandi félagsins, en aðeins til skamms tíma.
Núna er Van Gaal því að koma til Ajax í fjórða skiptið á fótboltaferlinum, þar sem hann mun gegna sjötta mismunandi starfinu innan herbúða félagsins.
Louis van Gaal will advise the Supervisory Board of AFC Ajax NV on football technical matters.
— AFC Ajax (@AFCAjax) October 3, 2023
Athugasemdir