Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus á meira inni: Gagnrýnin hvetur mann til að vinna enn harðar
Byrjaði mótið afskaplega vel, en hefur ekki náð að sýna jafngóða frammistöðu í síðustu leikjum.
Byrjaði mótið afskaplega vel, en hefur ekki náð að sýna jafngóða frammistöðu í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.
Júlíus Mar er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Þetta verður krefjandi en við erum vel undirbúnir og munum mæta af fullum krafti," segir Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR, við Fótbolta.net.

Klukkan 14:00 á Meistaravöllum á morgun tekur KR á móti Aftureldingu í 25. umferð Bestu deildarinnar, þriðju síðustu umferð neðri hlutans. KR situr á botni deildarinnar, stigi á eftir Aftureldingu og þremur á eftir Vestra sem situr í 10. sæti.

Það er mjög mikið undir fyrir bæði lið, gerir það leikinn meira spennandi?

„Algjörlega! Þegar mikið er undir þá eykst spennan, bæði fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Þetta eru leikir sem allir vilja vera hluti af."

Þú byrjaðir timabilið vel, en hefur fengið gagnrýni að undanförnu, hvernig líður þér með það og finnst þér sú gagnrýni sanngjörn?

„Svona er fótboltinn – maður fær hrós þegar gengur vel og gagnrýni þegar hlutirnir ganga ekki upp. Ég tek því með jákvæðni, því það þýðir að væntingarnar eru miklar. Auðvitað hef ég sjálfur meiri kröfur á mig en nokkur annar, og ég veit að ég á meira inni. Gagnrýni getur verið sanngjörn, hún hvetur mann til að vinna enn harðar."

Hvað þurfið þið að gera til að vinna Aftureldingu?

„Afturelding er gott lið og við berum virðingu fyrir þeim. En á sama tíma vitum við vel hvað við getum gert og hvaða gæði við höfum."

Að lokum, einhver skilaboð til stuðningsmanna?

„Kæru KR-ingar – við þurfum á ykkur að halda! það gefur okkur ótrúlegan kraft að hafa ykkur á bak við okkur. Saman getum við gert þetta – KR ætlar að rísa upp og sýna styrkinn sem býr í félaginu! ÁFRAM KR!“ segir miðvörðurinn.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner