Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 03. desember 2023 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Góð endurkoma hjá Roma - Þægilegur sigur Fiorentina
Rasmus Kristensen gerði sigurmark Roma
Rasmus Kristensen gerði sigurmark Roma
Mynd: EPA
Fiorentina-menn eru í 6. sæti
Fiorentina-menn eru í 6. sæti
Mynd: EPA
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma svöruðu fyrir frammistöðuna gegn Servette í Evrópudeildinni með því að vinna góðan 2-1 endurkomusigur á Sassuolo í Seríu A í dag.

Mourinho var ósáttur við frammistöðu margra leikmanna í Evrópudeildinni á dögunum og kallaði hana yfirborðskennda, en þeir voru staðráðnir í að gera betur í dag.

Roma lenti 1-0 undir á 25. mínútu en gestirnir frá Róm jöfnuðu er Paulo Dybala skoraði af vítapunktinum fimmtán mínútum fyrir leikslok. Sassuolo spilaði manni færri síðasta hálftímann eftir að Daniel Boloca fékk að líta rauða spjaldið og nýtti Roma sér það til fulls.

Rasmus Kristensen skoraði sigurmarkið á 82. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Roma er í 5. sæti með 24 stig en Sassuolo í 15. sæti með 15 stig.

Fiorentina vann öruggan 3-0 sigur á Salernitana. Lucas Beltran, Riccardo Sottil og Giacomo Bonaventura gerðu mörkin og komu Flórensarliðinu í 6. sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 3 - 0 Salernitana
1-0 Lucas Beltran ('6 , víti)
2-0 Riccardo Sottil ('17 )
3-0 Giacomo Bonaventura ('56 )

Lecce 1 - 1 Bologna
0-1 Charalampos Lykogiannis ('68 )
1-1 Roberto Piccoli ('90 , víti)

Sassuolo 1 - 2 Roma
1-0 Matheus Henrique ('25 )
1-1 Paulo Dybala ('76 , víti)
1-2 Rasmus Kristensen ('82 )
Rautt spjald: Daniel Boloca, Sassuolo ('63)

Udinese 3 - 3 Verona
1-0 Christian Kabasele ('16 )
2-0 Lorenzo Lucca ('30 )
2-1 Milan Djuric ('37 , víti)
2-2 Cyril Ngonge ('61 )
3-2 Lorenzo Lucca ('72 )
3-3 Thomas Henry ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner