banner
   lau 04. febrúar 2023 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Newcastle fékk loksins mark á sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Newcastle 1 - 1 West Ham
1-0 Callum Wilson ('3)
1-1 Lucas Paqueta ('32)


Newcastle United fékk loksins mark á sig þegar liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta markið eftir sex leiki í röð sem liðinu tókst að halda hreinu.

Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og settu boltann í netið snemma leiks en ekki dæmt mark því boltinn var farinn útfyrir endalínuna í aðdragandanum.

Það gerði lítið til því Callum Wilson skoraði skömmu síðar eftir flotta stungusendingu frá Sean Longstaff en eftir það tóku Hamrarnir völdin á vellinum og komust nálægt því að jafna.

Jöfnunarmarkið kom á 32. mínútu þegar boltinn datt fyrir Lucas Paqueta eftir hornspyrnu og var staðan jöfn í leikhlé.

Newcastle var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en hvorugu liði tókst að taka forystuna. Það var lítið um opið færi í þessari viðureign sem einkenndist af miklum baráttuvilja. Marktilraunir Hamranna komu í fyrri hálfleik og tilraunir Newcastle í þeim síðari.

Newcastle er áfram í fjórða sæti deildarinnar, með 40 stig eftir 21 umferð. West Ham er í fallbaráttunni með 19 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner