Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 04. febrúar 2023 15:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skyndilega munu Arsenal menn styðja Tottenham"

Arsenal tapaði óvænt gegn Everton á Goodison Park í dag en það var James Tarkowski sem skoraði eina markið.


Þetta þýðir að Manchester City hefur tækifæri á að minnka forskot Arsenal á toppnum niður í tvö stig. City mætir erkifjendum Arsenal í Tottenham á morgun.

„City menn eru nú heima hjá sér að sleikja varirnar og nudda höndunum saman því þetta gæti allt snúist við núna. Arsenal mætir Brentford í næstu viku og svo Man City, þar gæti reynslan komið sterk inn, maður veit ekki hvernig þetta fer," sagði Rio Ferdinand hjá BT Sport.

„Skyndilega munu Arsenal menn styðja Tottenham," sagði Martin Keown fyrrum leikmaður Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner