Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
KSÍ og ÍTF hyggjast efla og bæta samskipti sín
Frá höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Frá höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og ÍTF hafa sent frá sér sameiginlega viljayfirlýsingu um aukið samstarf. Mikið hefur verið rætt um samband Knattspyrnusambandsins og Toppfótbolta, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum, og að neistað hefur á milli.

Samkvæmt þessari yfirlýsingu ætlar Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður KSÍ, að vinna í því að bæta sambandið við ÍTF.

Yfirlýsingin í heild sinni

Viljayfirlýsing KSÍ og ÍTF
Í kjölfar nýafstaðins ársþings KSÍ og þeirrar umræðu sem uppi hefur verið varðandi samskipti KSÍ og ÍTF lýsa stjórnir beggja samtaka yfir vilja til aukins samstarfs knattspyrnunni á Íslandi til heilla. ÍTF eru samtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Öll félög innan ÍTF eru aðildarfélög KSÍ.

Af beggja hálfu er vilji til þess að leggja sérstaka áherslu á samstarf um móta- og dómaramál, markaðs- og kynningarmál, fræðslumál, og þróun ungra leikmanna. Með virku og opnu samtali og samstarfi næst mestur árangur.

Með viljayfirlýsingu þessari er markað nýtt upphaf að auknu og bættu samstarfi ÍTF og KSÍ sem báðir aðilar leggja áherslu á til lengri tíma og er í samræmi við stefnumótun beggja aðila.

KSÍ og ÍTF

Athugasemdir
banner
banner
banner