Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Birkir rekinn heim til sín af lögreglu
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia á Ítalíu. Hann hefur verið svo gott sem fastur heima hjá sér í fjórar vikur og var rekinn inn til sín af lögreglu um daginn.

Birkir reyndi að komast til Íslands í marsmánuði en fékk neitun frá félaginu. Birkir var í viðtali við RÚV í dag.

„Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Þetta er búinn að vera langur tími sem maður er búinn að vera svolítið fastur inni hjá sér. Fyrstu vikurnar var þetta aðeins frjálslegra en núna er maður skikkaður inn ef maður er mikið úti," sagði Birkir.

Birkir segir svo því þegar lögreglan á Ítalíu sendi hann heim til sín eftir að reglur voru hertar.

„Löggan stoppaði og skipaði mér inn. Það er ekkert annað hægt en að hlýða því og gera það."

Sjá einnig:
Birkir Bjarna fékk ekki að fara til Íslands: Erfitt að hugsa um fótbolta núna
Athugasemdir
banner
banner
banner