Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki gaman fyrir Doll að heyra sögur um Klopp fyrir bikarúrslit
Thomas Doll.
Thomas Doll.
Mynd: Getty Images
Thomas Doll, fyrrum þjálfari Dortmund, segir að það hafi ekki verið þægilegt að heyra um sögur um að hann væri að missa starf sitt fyrir bikarúrslitaleik gegn Bayern München árið 2008.

Doll, sem síðast þjálfaði APOEL á Kýpur, var látinn fara eftir úrslitaleikinn sem tapaðist 2-1.

Í staðinn var Jurgen Klopp ráðinn og það sem gerðist eftir það heyrir sögunni til. Klopp vann þýsku úrvalsdeildina tvisvar með Dortmund og bikarinn einu sinni. Hann kom liðinu einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Bayern.

Klopp hætti með Dortmund 2015 og tók við Liverpool það sama ár. Með Liverpool hefur hann gert mjög flotta hluti.

„Það var ekki notalegt að heyra svona hluti fyrir eins mikilvægan leik," segir Doll við Goal varðandi sögusagnirnar um Klopp.

„Eftir tímabilið settumst við Aki Watzke (framkvæmdastjóri Dortmund) niður og ákváðum að það yrði best fyrir Dortmund að byrja upp á nýtt."

„Ég reyni að einbeita mér alltaf að því sem er að gerast í núinu og það sást á liðinu í úrslitaleiknum," segir Doll sem stýrði Dortmund í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu eina heila tímabili sem þjálfari liðsins.

„Það má ekki gleyma því að Dortmund var nálægt falli þegar ég tók við í mars 2007. Við höfðum níu leiki til að bjarga andlitinu og það gerðum við."
Athugasemdir
banner
banner