Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 04. maí 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Haukar eiga að okkar mati ekki heima í 2.deild"
Þórarinn Jónas og Igor Bjarni Kostic
Þórarinn Jónas og Igor Bjarni Kostic
Mynd: Hulda Margrét
Igor Bjarni
Igor Bjarni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Spáin kemur svo sem ekkert á óvart. Við enduðum í 5. sæti í fyrra og vorum í baráttunni framan af en töpuðum þessum innbyrðis leikjum við liðin í kringum okkur og það varð okkur að falli. Ætli menn telji okkur ekki ennþá bara vera það ungir og reynslulitlir að við náum ekki að taka skrefið upp," sagði Þórarinn Jónas Ásgeirsson, aðstoðarþjálfari Hauka, þegar hann var spurður hvort það komi á óvart að Haukum sé spáð 3. sæti í 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 3. sæti

Hvernig líst ykkur á deildina í heild sinni? Eitthvað öðruvísi en í fyrra?

„Deildin er spennandi, held að hún sé svipað sterk og hún var í fyrra en kannski að sviðsljósið verði aðeins minna á deildinni út frá brotthvarfi eins þjálfara í deildinni og svo Kórdrengjanna sem gerði deildina fréttavænni heldur en ella í fyrra. Held að spennan verði jafnvel ennþá meiri í toppi og botni heldur en hún var í fyrra."

Hver eru markmið Hauka í sumar?

„Markmiðin eru skýr og hafa alltaf verið við ætlum okkur upp um deild og höfum aldrei farið í neinar felur með það. Haukar eiga að okkar mati ekki heima í 2.deild og er eining innan félagsins um að sýna það og sanna í sumar. Það væri afskaplega sætt að fara upp um deild á 90 ára afmælisári félagsins og koma okkur skrefi lengra í þeim framtíðarplönum sem við ætlum okkur."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Hópurinn okkar er klár og við erum mjög sáttir með hópinn bæði teljum við okkur vera með gæða meiri hóp heldur en í fyrra og einnig breiðari þannig að það sé samkeppni um hverja einustu stöðu í liðinu."

Er pirrandi fyrir Hauka að horfa upp á það að nágrannarnir, FH, séu með eitt besta lið landsins og þið eruð í 2. deild?

„Nei við reynum sem minnst að pæla í háværu nágrönnunum hinu megin í Firðinum. Staðan er einfaldlega þessi og eina sem við getum gert er að hugsa um okkur sjálfa og einbeita okkur að því að gera okkur betri, bæði úti á velli og í umgjörðinni í kringum liðið og starfið."

„Það styttist í að við verðum nær því að verða á jafnréttisgrundvelli hvað varðar aðstöðu gagnvart nágrönnum okkar og ef við höldum rétt á spöðunum og leggjum þá vinnu á okkur sem þarf til þess að ná betri árangri og stækka starfið hjá okkur þá erum við sannfærðir um að bilið á milli liðanna í bænum muni minnka."


Verða það algjör vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara upp?

„Já, ég myndi segja það, miðað við þá vinnu sem leikmenn, þjálfarateymið og fólkið í kring hefur lagt í þetta núna í vetur og vor þá yrðu það vonbrigði að komast ekki upp í Lengjudeildina. Eins og áður sagði þá eru allir staðráðnir í því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma liðinu á þann stað sem við teljum okkur geta verið á og það að fara upp um deild í ár er eitt skref í átt að því," sagð Þórarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner