Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 07:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Þórðar beið alla nóttina eftir mönnum sem stálust út - „Átt þú ekki að vera farinn að sofa?"
Mynd: Fótbolti.net
Kristinn Tómasson.
Kristinn Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kristinn Tómasson, goðsögn hjá Fylki, er gestur vikunnar í Draumaliðinu sem er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar.

Kristinn fer þar yfir feril sinn og velur draumalið skipað leikmönnum sem hann lék með á ferlinum.

Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson var um tíma þjálfari Kristins hjá Fylki. Jói Skúli spurði Kristin hvort Óli hefði sett ný viðmið þegar kom að agamálum í æfingaferðum og öðru.

„Já hann reyndi það allavega," sagði Kristinn. „Það tókst ekki alveg strax en það kom á endanum. Fyrra árið er ég að spila úti í Grikklandi og er því ekki með í æfingaferðinni þótt ég hafi heyrt sögur úr þeirri ferð."

„Menn voru að stelast út á kvöldin eins og gengur og gerist, settu fótboltaskó í rúmið og bjuggu um eins og einhver væri í rúminu."

„Óli sat í stiganum og beið þar rólegur eftir mönnum alla nóttina. Það er ágætis saga þegar einn af okkur kom inn og sá Óla í stiganum þá var hent í: Hva, átt þú ekki að vera farinn að sofa?'. Við skulum ekki tala um hver það var."


Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner