Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 10:52
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins alls ekki sammála því að menn virki saddir
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki hefur verið að glíma við meiðsli.
Kristján Flóki hefur verið að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Döpur frammistaða KR í æfingaleikjunum að undanförnu, 3-0 tapinu gegn Stjörnunni og 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík, hefur verið talsvert í umræðunni.

Máni Pétursson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, sagði í upphitunarþætti í gær að Íslandsmeistararnir virkuðu saddir og vanti neista.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki skynja það að sínir menn séu saddir.

„Nei alls ekki. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að við spiluðum síðast 11. mars og leikum svo 27. maí, tveimur dögum eftir að við máttum æfa með hefðbundnum hætti. Það er allt annar hlutur," segir Rúnar og talar um að æfingaleikina þurfi að nýta til að bæta hlutina.

„Frammistaðan gegn Keflavík er alveg áhyggjuefni og við erum ekki sáttir en við þurfum að nýta þessa leiki í að laga hlutina. Það er allt í lagi að fá skell en við þurfum að skerpa á tempói og ýmsu fleiru. Við höfum verið þungir í þessum leikjum og það þarf að létta á."

Engin áhætta tekin með Arnór Svein og Kristján Flóka
KR leikur á sunnudagskvöld gegn Víkingi í Meistarakeppni KSÍ, árlegum leik milli Íslandsmeistarana og bikarmeistarana. Leikurinn verður á heimavelli KR.

Varnarmaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson og sóknarmaðurinn Kristján Flóki Finnbogason voru ekki með gegn Keflavík vegna meiðsla en gætu mögulega spilað á sunnudag.

„Við tökum samt enga sénsa með þá. Aðalatriðið er Pepsi-deildin og að byrja vel þar, þó við viljum auðvitað vinna á sunnudaginn. Aðalmálið verður eftir tvær vikur," segir Rúnar Kristinsson en KR mun leika opnunarleik deildarinnar, gegn Val á Hlíðarenda, laugardaginn 13. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner