Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Norðmaður á leið til Barcelona?
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona gæti óvænt reynt að fá norska bakvörðinn Julian Ryerson til félagsins frá Borussia Dortmund í janúarglugganum

Sky Sports segir að Barcelona sé að skoða möguleika til þess að styrkja varnarlínuna fyrir seinni hluta tímabilsins og er Ryerson sagður efstur á óskalistanum fyrir hægri bakvarðarstöðuna.

Börsungar óttast að Manchester City muni reyna að kaupa franska leikmanninn Jules Kounde frá félaginu.

Kounde er fastamaður í varnarlínu Barcelona og hefur áður verið orðaður við Manchester City, en endaði þá á því að framlengja við spænska félagið.

Barcelona sér Ryerson, sem er 28 ára gamall, sem fullkominn arftaka Kounde, en það er afar hrifið af fjölhæfni norska landsliðsmannsins og samkvæmt Sky hefur Barcelona þegar rætt við umboðsmann Ryerson.

Ryerson hóf atvinnumannaferil sinn hjá Viking í Noregi áður en hann var seldur til Union Berlín árið 2018. Hann spilaði frábærlega með Union í fimm ár áður en kallið kom frá Dortmund þar sem hann hefur spilað stóra rullu
Athugasemdir
banner