Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið hér á Fótbolta.net er rætt um nokkrar sögusagnir sem eru í gangi í íslenska boltanum.
Þar á meðal er Steven Caulker orðaður við þjálfarastarf ÍBV en Eyjamenn eru í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði óvænt upp nýlega en liðið endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar undir hans stjórn.
Í þættinum er sagt að Caulker hafi farið í viðræður við Völsung frá Húsavík sem leikur í Lengjudeildinni en hafnað félaginu.
Þar á meðal er Steven Caulker orðaður við þjálfarastarf ÍBV en Eyjamenn eru í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði óvænt upp nýlega en liðið endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar undir hans stjórn.
Í þættinum er sagt að Caulker hafi farið í viðræður við Völsung frá Húsavík sem leikur í Lengjudeildinni en hafnað félaginu.
Hingað til hefur Srdjan Tufegdzic, Túfa, fyrrum þjálfari Vals helst verið orðaður við starfið í Eyjum.
„Ég heyri að Túfa sé ekkert sérstaklega heitur fyrir því að taka við ÍBV. Caulker er góður kandidat enda vel tengdur í fótboltanum. Væri þetta ekki klók lending fyrir ÍBV?" spyr Baldvin Borgarsson umsjónarmaður Kjaftæðisins.
„Hann er með tengingar og getur pottþétt náð í leikmenn, það er 100%," segir Alexander Aron Davorsson.
Caulker samdi við Stjörnuna í byrjun júní og kláraði tímabilið sem spilandi aðstoðarþjálfari. Hann er eitt stærsta nafn sem spilað hefur á Íslandi, en hann lék með liðum á borð við Liverpool, Tottenham, Fenerbahce, Cardiff City og QPR á löngum leikmannaferli sínum.
Caulker stefnir á að skapa sér nafn sem þjálfari en Stjarnan tilkynnti fyrir mánuði síðan að félagið hefði samið við hann um að rifta samningi.
Fleiri sögur í þættinum
Það voru nokkrar fleiri sögusagnir ræddar í þættinum. Þar á meðal varðandi danska miðvörðinn Morten Ohlsen Hansen sem leikið hefur fyrir Vestra síðustu þrjú tímabil en er á förum. Sagt er að báðir nýliðarnir í Bestu deildinni, Þór og Keflavík, hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Hægt er að hlusta á Kjaftæðið á hlaðvarpsveitu Fótbolta.net eða hér á síðunni.
Athugasemdir




