Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Draumur sem varð að martröð
Mynd: EPA
Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan enski leikmaðurinn Archie Brown gekk í raðir Fenerbahce frá Gent en hann hafnaði AC Milan til þess að spila undir stjórn Jose Mourinho. Draumurinn er nú orðinn að martröð.

Vinstri bakvörðurinn var eftirsóttur í sumar og kom mörgum á óvart að hann hafi ákveðið að semja við Fenerbahce.

Milan, sem er eitt stærsta félag Evrópuboltans, var nánast búið að ganga frá samkomulagi um kaup á Brown, en Fenerbahce kom inn í myndina á síðustu stundu og vildi leikmaðurinn fá tækifærið til að vinna með Mourinho.

Mourinho var rekinn snemma á tímabilinu og þó Brown hafi spilað 25 leiki á þessu tímabili hefur Fenerbahce ákveðið að setja hann á sölulista fyrir janúargluggann.

Hann er einn af átta leikmönnum sem Fenerbahce ætlar að losa sig við, en þrátt fyrir mikinn spiltíma er staða hans sagð óstöðug. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem kaupin á honum voru álitin sem ein af stærstu kaupum sumarsins í tyrknesku deildinni.

Brown er 23 ára gamall og spilaði áður með unglingaliðum Derby County og WBA, en hann lék einnig með svissneska liðinu Lausanne Sport í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner