Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Blikar mættir til Strassborgar - Þurfa kraftaverk á morgun
3-1 markinu gegn Shamrock fagnað af innlifun.
3-1 markinu gegn Shamrock fagnað af innlifun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strasbourg gerði 3-3 jafntefli gegn Evrópumeisturum PSG í október (mynd úr þeim leik)
Strasbourg gerði 3-3 jafntefli gegn Evrópumeisturum PSG í október (mynd úr þeim leik)
Mynd: EPA
Breiðablik mætir á morgun Strasbourg í lokaumferð Sambandsdeildarinnar. Breiðablik er í 27. sæti deildarinnar með fimm stig á meðan Strasbourg er á toppnum með þrettán stig. Strasbourg er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum en Breiðablik þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á umspilssæti.

Blikar eru mættir til Strasbourg, hópurinn flaug til Frankfurt í gær og í kjölfarið nokkra klukkustunda akstur til Strasbourg.

Liðið æfir á Stade de la Meinau klukkan 16:00 að frönskum tíma í dag og í kjölfarið er fréttamannafundur. Fótbolti.net fylgir Blikum eftir í þessu verkefni.

Íslensk lið hafa til þessa ekki náð að vinna á útivelli í riðla/deildarkeppni í Evrópu. Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í síðustu viku þegar Shamrock mætti á Laugardalsvöll og lokatölur urðu 3-1 fyrir Blika. Með sigrinum tryggðu Blikar sér möguleikann á sæti í umspilinu. Liðin sem enda í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum.

Veðbankar hafa ekki mikla trú á sigri Breiðabliks enda er Strasbourg 7. besta lið Frakklands. Liðið endaði í 7. sæti Ligue 1 í vor og situr í 7. sætinu eftir sextán umferðir í vetur.

Epicbet er með stuðulinn 11 á sigri Breiðabliks en stuðullinn er 1,2 á sigri Strasbourg. Það er því ljóst að það þarf eitthvað magnað að gerast svo Blikar komist í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner