Fimm af stærstu félögum Englands vilja fá leikmann Bournemouth, ungur leikmaður frá Fílabeinsströndinni er orðaður við Manchester og Villa ætlar að bjóða Tielemans nýjan samning. Þetta og fleira í slúðrinu góða.
Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham eru öll með í eltingaleiknum um ganverska vængmanninn Antoine Semenyo (25). Samningur hans er með 65 milljóna punda riftunarákvæði sem hægt er að virkja í janúarglugganum. (Talksport)
Manchester United gæti losað sig við Joshua Zirkzee (24), sem er á blaði hjá Roma, til að fjármagna hugsanleg kaup á Semenyo. (Mail)
Manchester United hefur haft samband að nýju við umboðsmenn Christ Inao Oulai (19), miðjumanns Trabzonspor og Fílabeinsstrandarinnar. Manchester City hefur einnig áhuga á leikmanninum unga. (Teamtalk)
Everton vill fá miðjumanninn Hayden Hackney (23) frá Middlesbrough en það gæti verið erfitt að fá hann í janúarglugganum þar sem Boro er að berjast um að komast upp úr Championship-deildinni. (Teamtalk)
Aston Villa hyggst hefja viðræður við belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (28) um nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út 2028. (Football Insider)
West Ham vill losa sig við Niclas Fullkrug (32) en AC Milan gæti reynt að fá þýska sóknarmanninn. (Guardian)
AC Milan hefur aðeins efni á því að fá hann lánaðan þar sem launakröfur Fullkrug eru náægt 100 þúsund pundum á viku. (Givemesport)
Juventus hefur áhuga á danska miðjumanninum Pierre-Emile Höjbjerg (30) sem nú spilar með Marseille. Franska liðið vill halda þessum fyrrum leikmanni Tottenham. (Gazzetta dello Sport)
Arsenal hefur áhuga á Davide Bartesaghi (19) hjá AC Milan en hann er samningsbundinn til 2030. (Calciomercato)
Aston Villa hefur engan áhuga á því að selja hollenska miðjumanninn Lamare Bogarde (21) þrátt fyrir áhuga Brighton. (Football Insider)
Enski vængmaðurinn Tyrique George (19) vill yfirgefa Chelsea í janúar. Auk enskra úrvalsdeildarfélaga hafa RB Leipzig og Roma áhuga á enska U21 landsliðsmanninum. (CaughtOffside)
Inter Miami er á lokastigi þess að færa Luis Suarez (38) nýjan samning út tímabilið 2026. (Athletic)
Athugasemdir




