Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur opinberað að hann vilji spila á Spáni eða Ítalíu ef hann yfirgefur Manchester United.
Canal 11 hefur birt seinni hluta viðtals við Bruno en í fyrri hlutanum sagðist hann sár yfir því að stjórnendur Manchester United hefðu viljað selja sig til Sádi-Arabíu í sumar.
Canal 11 hefur birt seinni hluta viðtals við Bruno en í fyrri hlutanum sagðist hann sár yfir því að stjórnendur Manchester United hefðu viljað selja sig til Sádi-Arabíu í sumar.
„Ég væri til í að upplifa það að spila í spænsku deildinni og keppa um stóru titlana á Ítalíu. Dóttir mín fæddist á Ítalíu og ég hef sterkar taugar þangað," segir Bruno.
Hann segist þó vilja vera áfram hjá Manchester United, á meðan hans krafta sé óskað þar.
Bruno hóf aðalliðsferil sinn á Ítalíu og lék fyrir Novara, Udinese og Sampdoria áður en hann flutti aftur heim til Portúgals. Hann yfirgeaf Sporting Lissabon þegar United keypti hann yfrir 68 milljónir punda í janúar 2020.
Athugasemdir


