Barcelona er að vinna í því að fá inn örvfættan miðvörð og hefur verið orðað við Nico Schlotterbeck hjá Dortmund og Marc Guehi hjá Crystal Palace undanfarna mánuði.
ESPN segir að hinn 28 ára gamli Pau Torres, leikmaður Aston Villa, sé einnig á blaði. Börsungar voru sterklega orðaðir við Torres þegar hann var hjá Villarreal á sínum tíma.
ESPN segir að hinn 28 ára gamli Pau Torres, leikmaður Aston Villa, sé einnig á blaði. Börsungar voru sterklega orðaðir við Torres þegar hann var hjá Villarreal á sínum tíma.
Torres er lykilmaður hjá Villa sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er samningsbundinn til 2028.
ESPN segir að varnarmaðurinn hávaxni hafi áhuga á að fara til Barcelona ef það stendur til boða.
Athugasemdir




