Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   mið 17. desember 2025 13:00
Kári Snorrason
Viðtal
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Þorvaldur vígir endurbættan Laugardalsvöll ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Guðmundi Inga Kristinssyni menntamálaráðherra.
Þorvaldur vígir endurbættan Laugardalsvöll ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Guðmundi Inga Kristinssyni menntamálaráðherra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við vorum einmitt að reyna rifja upp með Kidda vallarstjóra hvenær það var síðast spilað á grasi í desember.“
„Við vorum einmitt að reyna rifja upp með Kidda vallarstjóra hvenær það var síðast spilað á grasi í desember.“
Mynd: KSÍ
Frá því að framkvæmdirnar hófust í fyrrahaust.
Frá því að framkvæmdirnar hófust í fyrrahaust.
Mynd: KSÍ
Laugardalsvöllur í sumar.
Laugardalsvöllur í sumar.
Mynd: KSÍ
Drónamynd af framkvæmdunum.
Drónamynd af framkvæmdunum.
Mynd: KSÍ
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ segist afar ánægður með þær framkvæmdir sem þegar hafa farið fram á Laugardalsvelli. Hann segir næstu verkefni snúa að því að bæta aðstöðu í búningsherbergjum og að í framhaldinu sé hægt að huga að stúkumálum.

Í fyrrahaust var ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir á vellinum þegar vallarflöturinn var endurnýjaður. Lagt var 'hybrid' gras með undirhita og var völlurinn jafnframt færður um átta metra nær aðalstúkunni.

Fyrsti leikur á endurbættum Laugardalsvelli fór fram 3. júní þegar íslenska kvennalandsliðið mætti Frakklandi. Myndband af framkvæmdum síðasta veturs má sjá í spilaranum hér að ofan.

Fótbolti.net ræddi við Þorvald um framkvæmdirnar sem þegar eru að baki og hvaða næstu skref eru fyrirhuguð í uppbyggingu þjóðarleikvangsins.

Framkvæmdirnar vel heppnaðar
„Myndbandið sýnir hversu miklar framkvæmdir þetta voru og hversu vel þær lukkuðust. Það er ekki oft sem hægt er að gera velli á þessum árstíma. Þetta er frábært afrek og frábært af þessu fyrirtæki og öllum sem stóðu af þessu. Fólk frá UEFA hefur verið að fylgjast með þessu sem og önnur lönd.“

Breiðablik spilaði á Laugardalsvelli í Sambandsdeildinni í síðustu viku.

„Við vorum einmitt að reyna rifja upp með Kidda vallarstjóra hvenær það var síðast spilað á grasi í desember. Þó að þetta sé 'hybrid' þá er þetta gras, bara með styrkingu. En það að Breiðablik hafi spilað þarna í síðustu viku sýnir hversu vel heppnað þetta er.

Þetta skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli fyrir íslenska knattspyrnu að lið í Evrópukeppnum geta spilað þarna. Völlurinn er orðinn frábær og vel hugsað um hann. Það er næsta skref að halda þessu áfram, þetta er völlur sem er ekki bara fyrir landsliðin heldur líka fyrir félagsliðin.“


Búningsklefar næst á dagskrá
Hafist var handa á framkvæmdum á flóðljósum Laugardalsvallar í sumar og haust og er þeim nú lokið. Þá var jafnframt bætt 26 LED lömpum inn í aðalstúkuna vegna færslu vallarins. Því næst er stefnt að endurbótum á búningsklefum.

„Við erum búin að vera í samtali við ríki og borg varðandi klefamál. Við höfum átt gott samtal og ríkið er tilbúið að hjálpa okkur og setja fjármagn í þetta. Borgin er að bíða og skoða sín mál, ég vænti svara frá þeim sem fyrst. Við getum þá vonandi farið að hefjast handa sem fyrst að gera við klefana og aðstöðuna niðri. Það er búið að benda okkur á frá bæði UEFA og FIFA að þarna þarfnist lagfæringar.

Ég vonast til að við fáum svar á nýju ári svo að við getum hafist handa. Við þurfum að tímasetja framkvæmdirnar varðandi leiki og annað. Það er klárt mál að við setjum mikla pressu á þetta og erum vongóð um að við getum hafist handa á nýju ári, maður veit þó ekki hvað er fast í hendi. En þetta er næsta skref og í kjölfarið getum við unnið í frekari hugmyndum um stúkuna.“


Vilja loka vellinum
Á ársþingi KSÍ í vor voru kynnt áform um endurbættar stúkur á Laugardalsvelli. Áætlað er að byrja að reisa stúkur fyrir aftan mörkin báðu megin. Síðan verði austurstúkan (oft kölluð Sýnarstúkan) rifin og ný stúka sem tengist stúkunum fyrir aftan mörkin verði byggð.

„Hugsunin okkar er að loka vellinum. Það eru teikningar og hugmyndir sem við höfum talið mögulegt að hugsa út frá. Við höfum einnig rætt við borg og ríki hvort það væri hægt að byggja eitthvað inn í stúkuna, ég nefndi til að mynda skóla eða hótel í þessu samhengi.“

„Við viljum getað þjónustað okkar áhorfendur sem best. Bæta upplifun áhorfenda þannig að þegar hann fer þá vill hann koma aftur,“ segir Þorvaldur og heldur áfram.

„Við viljum fá borg og ríki með okkur í lið, borgin á auðvitað völlinn. Við þurfum að vera í góðu samtali við þau og höfum nú verið það. En eins og ég segi þetta tekur allt tíma.“
Athugasemdir
banner