Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 08:58
Elvar Geir Magnússon
Sá besti komst ekki á blað hjá Heimi - Mbappe efstur hjá Orra
Heimir setti Dembele ekki á topp þrjá.
Heimir setti Dembele ekki á topp þrjá.
Mynd: EPA
Dembele var valinn bestur.
Dembele var valinn bestur.
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Ousmane Dembele vann FIFA verðlaunin sem besti leikmaður heims 2025 en athöfnin fór fram í gær. Dembele, sem er 28 ára gamall, vann þrennuna með Paris Saint-Germain á tímabilinu.

Dembele var funheitur þegar PSG vann Meistaradeildina og fyrr á árinu hlaut hann Ballon d'Or gullboltann.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og blaðamenn taka þátt í kjörinu og hver og einn raðaði þremur nöfnum á blað.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, var ekki með Dembele á blaði. Mohamed Salah var efstur hjá Heimi, Lamine Yamal númer tvö og svo Nuno Mendes þriðji.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var með Dembele númer eitt, Vitinha tvö og Kylian Mbappe þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu var einnig með Dembele efstan en Yamal og Salah komu þar á eftir.

Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði Íslands valdi Mbappe í efsta sæti hjá sér og Dembele tvö. Raphinha var svo þriðja nafnið á blaði hjá Orra.

Luis Enrique, þjálfari PSG, var valinn besti þjálfari ársins en allir Íslendingarnir sem tóku þátt í kjörinu voru með hann efstan á sínum listum,
Athugasemdir
banner
banner