Kári Kristjánsson gekk í raðir FH í síðustu viku en hann var keyptur frá uppeldisfélaginu, Þrótti Reykjavík.
Kári er 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Þrótti undanfarin tímabil.
Hann fór á reynslu til danska félagsins Hobro síðasta sumar en ekkert varð úr því að félagið keypti hann.
Kári er 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Þrótti undanfarin tímabil.
Hann fór á reynslu til danska félagsins Hobro síðasta sumar en ekkert varð úr því að félagið keypti hann.
Kári var orðaður við Val og ÍA fyrir tímabilið 2025 og hefur einnig verið orðaður við KA.
„Það var eitthvað í gangi eftir tímabilið 2024 en ekkert sem heillaði of mikið. Við vorum með geggjað lið í Þrótti og ætluðum að keyra á að fara upp. Á þeim tímapunkti fannst mér best að taka eitt ár í viðbót, en það var aðeins annað núna."
„Það er erfitt að segja, mér finnst ég vera á góðum stað núna. Ég er ekki viss um að ég hefði verið 100% klár í alvöru hlutverk í Bestu í fyrra, þannig kannski var betra að taka eitt ár í viðbót í Lengjunni."
Kári skoðaði aðstæður hjá danska félaginu Hobro í sumar.
„Það var svolítið basl með þjálfarann, hann hætti daginn eftir að ég var í heimsókn. Ég var líka nýkominn til baka eftir einkirningasótt og við vorum að detta í alvöru toppbaráttu í Lengjudeildinni, þannig þetta var kannski ekki alveg tímapunkturinn," segir Kári.
„Að fara út í atvinnumennsku er klárlega það sem mig langar að gera, þarna var alvöru umgjörð, æft á morgnana og alvöru utanumhald. Það sem ég hef séð hjá FH þá er félagið alveg frekar nálægt þessu. Þó að það sé æft aðeins seinna á daginn þá er allt til alls í Kaplakrika til að búa til alvöru umhverfi og manni líður eins og maður sé í atvinnumannadæmi."
„Ég held að þessi nýja stefna FH, að spila ungum leikmönnum, sé til þess að búa til pening úr þeim. Að fara út er klárlega eitthvað sem bæði ég og FH vorum með í huga ," segir Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum neðst.
Athugasemdir




