Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   mið 17. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Cardiff: Það er vonin sem drepur þig
Mynd: Cardiff City
Brian Barry-Murphy, stjóri enska C-deildarliðsins Cardiff City, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi tapað fyrir Chelsea, 3-1, í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í gær.

Cardiff veitti Chelsea mikla samkeppni í leiknum og náði að halda sér í núllinu fram að hálfleik.

Alejandro Garnacho kom Chelsea yfir snemma í síðari hálfleiknum en David Turnbull jafnaði metin þegar um stundarfjórðungur var eftir og ætlaði þakið að rifna af leikvanginum.

Barry-Murphy viðurkennir að hann og leikmenn hafi misst sig aðeins í gleðinni eftir jöfnunarmarkið.

„Það er alveg klárt mál að leikmennirnir gáfu allt fyrir félagið og andrúmsloftið var ótrúlegt. Þetta var eftirminnilegt kvöld, en ætli það sé ekki vonin sem drepur þig þegar við skorum markið sem David Turnbull gerði. Við misstum okkur aðeins í gleðinni, þar á meðal ég, í að reyna að ná öðru markinu.“

„Ég gæti samt ekki verið stoltari af leikmönnunum. Bara hvernig þeir spiluðu leikinn frá fyrstu mínútu er nákvæmlega það einkenni sem við viljum hjá þessu félagi og stuðningsmennirnir njóta þess og studdu við bakið á okkur,“
sagði Brian Barry-Murphy.
Athugasemdir
banner
banner