32-liða úrslit spænska konungsbikarsins halda áfram í kvöld en Real Madrid heimsækir þar Talavera CF í C-deildinni.
Xabi Alonso er í sjóðandi heitu sæti og talið að hann verði ekki mikið lengur við stjórnvölinn.
Það verður erfitt að sjá hann stýra liðinu áfram ef það dettur óvænt út í kvöld.
Sevilla heimsækir Alaves í eina La Liga-slagnum. Hér fyrir neðan má sjá alla leiki kvöldsins.
Leikir dagsins:
17:00 Cultural Leonesa - Levante
18:00 Albacete - Celta
18:00 Atletico Baleares - Atletico Madrid
18:00 Huesca - Osasuna
18:00 Racing Santander - Villarreal
20:00 Alaves - Sevilla
20:00 Talavera CF - Real Madrid
Athugasemdir



