Haukar eru harðákveðnir í að koma sér upp úr 2. deildinni á komandi ári en liðið er komið með áhugavert þjálfarateymi þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er fremstur í flokki.
Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið hér á Fótbolta.net er sagt að Haukar eigi sér draum um að fá Sigurð Egil Lárusson til félagsins.
Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið hér á Fótbolta.net er sagt að Haukar eigi sér draum um að fá Sigurð Egil Lárusson til félagsins.
Mikið fjölmiðlafár skapaðist þegar Sigurður Egill, sem er 33 ára, fékk ekki endurnýjaðan samning hjá Val eftir að hafa verið í herbúðum félagsins í þrettán ár. Hann hefur síðustu ár leikið sem vinstri bakvörður.
Sigurður Egill hefur helst verið orðaður við Þór Akureyri, nýliða í Bestu deildinni. Einnig hefur verið rætt um hugsanlega heimkomu í uppeldisfélagið Víking og einnig Stjarnan verið nefnd.
„Ég er opinn fyrir öllu. Ég hef heyrt aðeins frá þeim (Þórsurum), ég get alveg séð fyrir mér að fara til Akureyrar. Ég þekki Sigga Höskulds náttúrulega mjög vel. Ég þarf að skoða allt og taka mér smá tíma í að hugsa þetta," sagði Sigurður Egill í viðtali í lok október.
Athugasemdir



