Ethan McLeod, sóknarmaður enska liðsins Macclesfield, lést í bílslysi þegar hann ferðaðist heim eftir að hafa spilað fyrir félagið í gær.
McLeod var 21 árs og var nýbúinn að spila gegn Bedford Town í sjöttu efstu deild enska deildafyrirkomulagsins.
McLeod var 21 árs og var nýbúinn að spila gegn Bedford Town í sjöttu efstu deild enska deildafyrirkomulagsins.
Slysið átti sér stað nærri Northampton klukkan 22:40 í gærkvöldi þegar hvít Mercedes bifreið hans lenti utan í vegriði.
Í tilkynningu frá Macclesfield er sagt að McLeod, sem var uppalinn hjá Wolves, hafi verið hæfileikaríkur leikmaður sem var gríðarlega vinsæll innan leikmannahópsins.
„Allir hjá félaginu eru niðurbrotnir eftir fréttirnar og engin orð fá lýst þeirri miklu sorg og missi sem við finnum nú fyrir," segir í tilkynningu félagsins.
With the heaviest of hearts and an overwhelming sense of surrealism that Macclesfield FC can confirm the passing of 21-year-old forward Ethan McLeod.
— Macclesfield FC (C) (@thesilkmen) December 17, 2025
Travelling back from Bedford Town last night, Ethan was involved in a car accident on the M1 which tragically took his life.… pic.twitter.com/DWpTqVuFzT
Athugasemdir


