Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Cardiff og Chelsea: Varamaðurinn Garnacho bestur
Alejandro Garnacho var besti maður Chelsea
Alejandro Garnacho var besti maður Chelsea
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho var besti maður vallarins er Chelsea komst í undanúrslit enska deildabikarsins í kvöld.

Garnacho kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk er Chelsea vann Cardiff, 3-1.

Sky Sports gaf Garnacho 9 í einkunn, en Moises Caicedo og Pedro Neto komu næstir á eftir með 8.

Varamennirnir breyttu leiknum og komu Lundúnaliðinu í undanúrslit. Í síðustu þrjú skipti sem Chelsea hefur komist í undanúrslit þá hefur liðið farið alla leið í úrslitaleikinn.

Cardiff: Trott (7), Ng (7), Lawlor (6), Chambers (6), Bagan (7). Wintle (7), Turnbull (8), J. Colwill (7), Ashford (7), Davies (7), Robinson (6)
Varamenn: Salech (7), Willock (7), Robertson (7), Fish (7)

Chelsea: Jorgensen (7), Acheampong (7), Tosin (7), Badiashile (7), Hato (7), Caicedo (8), Santos (7), George (6), Buonanotte (6), Gittens (6), Guiu (6)
Varamenn: Joao Pedro (7), Garnacho (9), Neto (8), Gusto (7), Chalobah (7)
Athugasemdir
banner
banner