Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   mið 17. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho ánægður með hlutverk sitt - „Allir ótrúlega ánægðir“
Mynd: Chelsea
Alejandro Garnacho var hetja Chelsea í 3-1 sigrinum á Cardiff City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í gær en hann kom inn af bekknum og skoraði tvennu.

Garnacho, sem kom frá Manchester United í sumar, kom inn í hálfleik og skoraði mark tólf mínútum eftir að hafa komið inn á og síðan þriðja mark Chelsea undir lok leiks.

Hann var ánægður með frammistöðuna og segist ánægður með sitt hlutverk í hópnum.

„Cardiff er með mjög öflugt lið. Við vorum ekkert að spá í hvaða deild þeir eru að spila í. Þeir gerðu mjög vel, en við erum ánægðir að vera komnir í undanúrslit.“

„Þeir settu mig inn á og ég reyndi að hjálpa liðinu. Ég, Pedro og restin af leikmönnunum gerðum það. Við erum allir ótrúlega ánægðir.“

„Hópurinn er að gera mjög vel. Stundum byrjar maður leiki og stundum kemur maður inn af bekknum. Við pælum ekkert í því, heldur reynum bara að hjálpa liðinu.“

„Við munum reyna að berjast um alla titla og núna ætlum við að reyna að vinna undanúrslitaleikinn,“
sagði Garnacho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner