FC Kaupmannahöfn hefur tilkynnt að hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason sé formlega orðinn fastur í aðalliðshóp FCK. Sóknarmaðurinn ungi hefur heldur betur vakið athygli fyrir framgöngu sína á tímabilinu.
„Þetta er stórt fyrir mig, að ná því markmiði að vera tekinn inn í aðalliðið. Nú er bara að halda áfram að þróast og taka skref áfram á hverjum degi," segir Viktor.
Íþróttastjórinn segir Viktor vera gríðarlega hæfileikaríkan leikmann og félagið hafi alltaf vitað að hann væri hluti af framtíð FCK.
„Viktor hefur þróast vel. Hann er góður í að þefa uppi mörk og hefur góðan leikskilning. Hann hefur sýnt að hann er andlega sterkur og lætur ekki hafa áhrif á sig. Hann leggur hart að sér," segir Jacob Neestrup, þjálfari FCK.
Viktor hefur skorað tvisvar í Meistaradeild Evrópu í vetur og sló met Lamine Yamal með því að verða sá yngsti til að skora í fleiri en einum leik í keppninni.
17-årige Viktor Dadason bliver en fast del af førsteholdstruppen i F.C. København efter et imponerende efterår med 6 scoringer i 14 kampe ?? #fcklive #sldk https://t.co/Qhc415WSSe
— F.C. København (@FCKobenhavn) December 17, 2025
Athugasemdir


