Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: Werner á leið til Chelsea
Timo Werner mun ganga til liðs við Chelsea samkvæmt Telegraph
Timo Werner mun ganga til liðs við Chelsea samkvæmt Telegraph
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að ganga frá kaupum á þýska framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig en Telegraph greinir frá þessu í dag.

Werner, sem er 24 ára gamall, hefur verið frábær með Leipzig frá hann samdi við félagið árið 2016 frá Stuttgart en hann hefur skorað 92 mörk í 154 leikjum.

Hann hefur verið eftirsóttur af Chelsea, Liverpool, Manchester United og Tottenham Hotspur en Liverpool var sagt í bílstjórasætinu um leikmanninn.

Það benti allt til þess að hann myndi fara til Liverpool eftir að hafa rætt við Jürgen Klopp, stjóra liðsins, en félagið er þó ekki tilbúið að borga klásúluverðið sem er 53 milljónir punda.

Samkvæmt Telegraph er Chelsea að leiða kapphlaupið um hann en Werner hefur samþykkt að ganga til liðs við félagið og mun hann þéna 200 þúsund pund í vikulaun.

Chelsea er þá að ganga frá samkomulagi við Leipzig um kaupverð en þetta yrði mikill fengur fyrir Frank Lampard. Werner mun berjast um framherjastöðuna við Tammy Abraham og Olivier Giroud en það má gera ráð fyrir því að Michy Batshuayi yfirgefi félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner