Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 09:30
Fótbolti.net
Sjáðu markið: Nikola skoraði beint úr aukaspyrnu
Nikola skoraði bæði mörk Hauka í gær.
Nikola skoraði bæði mörk Hauka í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nikola Dejan Djuric, lánsmaður frá Breiðabliki hjá Haukum, var hetja Hafnfirðinga í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 endurkomusigri gegn Þrótti Vogum í 2. deild karla.

Brynjar Jónsson skoraði mark Þróttara en Nikola sá til þess að Haukar eru áfram með fullt hús stiga í deildinni.

Jöfnunarmarkið var einkar laglegt: „ROOOOOOSALEGT MARK!! Haukar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að Andri braut á Kristó Dan. Nikola smyr hann upp í hornið nær," skrifaði Helgi Fannar Sigurðsson um markið í textalýsingu frá leiknum. Markið má sjá hér að neðan.

Nikola var nálægt því að skora úr aukaspyrnu gegn Völsungi í síðustu umferð og voru hans spyrnur til umræðu í síðasta þætti Boltans á Norðurlandi. Hægt er að hlusta á umræðuna hér að neðan og er umræðan um leik Völsungs og Hauka frá 53. - 56. mínútu.

„Þetta var hörkuleikur þangað til að Nikola Dejan Djuric kláraði þetta bara á 90. mínútu með marki úr aukaspyrnu sem fór í varnarmann og inn," sagði Aksentije Milisic um leikinn á Húsavík í síðustu umferð.

„Næst tekuru ekki í vegginn Nikola ef þú ert að hlusta - það er bara beint inn," sagði Sæbjörn Þór Þórbergsson.

„Nikola til varnar þá í einu markinu hjá Oliver [sem skoraði hin þrjú mörk Hauka] átti Nikola mjög góða aukaspyrnu sem virtist vera fara upp í skeytin en þá kom Valdes [markvörður Völsungs] upp úr engu og varði boltann í stöngina. En Oliver var svo mættur og potaði boltanum yfir línuna. NIkola er með hörku aukaspyrnur, ég hef séð þær nokkrar hjá honum - hann kann þetta," sagði Aci.


Boltinn á Norðurlandi: Sama uppskrift hjá Þór og Íslandsmeistari kom í heimsókn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner