Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júlí 2022 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Myndir: Sú reynslumesta dekkaði þá yngstu
Icelandair
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það var mikið spilað á æfingu landsliðsins í dag og mikil keyrsla á leikmönnum; það var svo sannarlega vel tekið á því.

Það var skipt í tvö ellefu manna lið og spilað á stórum velli.

Á ákveðnum tímapunkti myndaðist skemmtilegt einvígi á miðsvæðinu þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsta landsliðskona sögunnar, dekkaði yngsta leikmanninn á Evrópumótinu sem er framundan, Amöndu Andradóttur sem er aðeins 18 ára gömul.

Þetta var líklega skemmtilegt einvígi fyrir Amöndu og eitthvað sem hún getur lært mikið af.

Amanda gat valið á milli þess að spila fyrir Ísland og Noreg, og valdi hún Ísland. Hún er á leið á sitt fyrsta stórmót en það er augljóst að eldri leikmenn liðsins eru að halda vel utan um hana.

Tvær myndir af æfingunni í dag fylgja með þessari frétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner